Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í tilefni Alþjóðadagsins í ár voru sex ungmennum í jafnmörgum heimsálfum falið að deila lífsmottói sínu eða einkunnarorðum með heiminum og vekja þannig athygli á MS og hvetja fólk til jákvæðs hugarfars. Lífsmottó hvetur til betra lífs og eykur þannig lífsánægju og veitir styrk, jafnvel á erfiðustu stundum.
Að undanförnu hefur unga fólkið okkar sent inn lífsmottó sín. Þau eru:
Ég get, ég vil
Lífið er gott
Ég þakka fyrir það sem ég hef
Dagurinn í dag skiptir máli, nýttu hann til góðs
og njóttu með bros á vör
Ég útiloka það sem skiptir ekki máli
Ég geri mitt besta dag hvern, morgundaginn hefur enginn lofað
Lifðu lífinu lifandi
Við látum ekki staðar numið hér - Við hvetjum alla, unga sem aldna, MS-fólk sem aðra, til að senda okkur inn lífsmottó sín. Þau munu birtast með öðrum hér á síðunni út þetta árið.
Lífsmottóin sem félaginu berast verður hægt að sjá hér á vefsíðu MS-félagsins renna til ofarlega á skjánum frá vinstri til hægri.
BB