Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félag Íslands blæs til sumarhátíðar á Sléttuvegi 5 þann 31. maí kl. 15-17 í tilefni af alþjóðadegi MS. Þetta er í 15. skiptið sem við höldum upp á alþjóðadaginn en hann er á vegum MSIF, alþjóðasamtaka MS-félaga.
Þema dagsins er tengsl og mikilvægi þeirra og er helsta markmiðið með alþjóðadeginum að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu.
Við ætlum að styrkja tengslin og hittast og gera okkur glaðan dag á sumarhátíðinni en þar verður skemmtun og veitingar fyrir alla fjölskylduna.
Þá verður vegglistaverk sem þrjár listakonur með MS gera á gafl hússins okkar á Sléttuveginum afhjúpað.
Glæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna, hoppukastali, andlitsmálning, pylsur og Emmessís gefur öllum ís!
Kl. 15:00 Sumarhátíðin sett
Kl. 16:00 Einar Aron töframaður skemmtir
Kl. 16:30 Eyþór Ingi tekur nokkur lög
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Öll velkomin!
Minnum einnig á sýningu heimildarmyndar um listakonuna Lydia Emily 'The Art of Rebellion' þann 31. maí, kl. 19:00 - 21:00 í sal 1 í Háskólabíó. Athugið að myndin verður aðeins sýnd í þetta eina skipti og nauðsynlegt að skrá sig fyrir miðum hér.
Heimildarmyndin fjallar um líf listakonunnar Lydia Emily en hún skapar einstaklega falleg og ögrandi vegglistaverk, er einstæð móðir tveggja stúlkna og fetar jafnframt grýtta slóð greiningar sinnar með MS-sjúkdóminn.
Að lokinni sýningu myndarinnar situr Lydia Emily fyrir svörum ásamt leikstjóranum Libby Spears.
BÓ