Ráðstefna í Reykjavik 2008
Í lok maí verður haldin hér í Reykjavík viðamikil alþjóðleg ráðstefna vegum MS-félagsins og EMSP, Evrópuvettvangs MS-sjúklinga. Fjöldi heimsfrægra sérfræðinga sækir ráðstefnuna og flyur fyrirlestra. Þátttakendur gista á Hotel Hilton NordicaReykjavik, þar sem ráðstefnan fer jafnframt fram.

Viðfangsefni stefnunnar verður “Að lifa sjálfstæðu lífi með Multiple Sclerosis”  eða “Living independently with Multiple Sclerosis” og fer ráðstefnan fram frá 22. til 25. maí 2008.  Sjá skráningareyðublað.

Föstudaginn 23. maí, fyrsta dag ráðstefnunnar, býður herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ráðstefnugestum til móttöku kl. 4 – 5.30 síðdegis að Bessastöðum.

Gert er ráð fyrir allt að 60 erlendum gestum og a.m.k. 40 Íslendingum.

Á ráðstefnuna eru velkomnir MS félagar, sérfræðingar í taugafræðum, sérfræðingar í endurhæfingu og félagsráðgjöf fyrir MS sjúklinga auk blaða- og fréttamanna.

Þá verður lögð áherzla á enn frekari útbreiðslu á “Evrópskum siðareglum um fyrirmyndarvinnubrögð” gagnvart MS sjúklingum og upptöku þeirra og gildistöku í einstökum löndum og landssvæðum. Þetta er verkefni, sem Evrópusamtökin hafa haft á sinni könnu um hríð í samstarfi við Evrópubandalagið.

Frekari upplýsingar verða birtar reglulega um ráðstefnuna á MS vefnum næstu daga og vikur. Jafnframt verður fjallað um alþjóðleg baráttumál MS sjúklinga, þegar við höfum gert MS vefinn sveigjanlegri og liprari í notkun.

Hægt að afla frekari upplýsinga hjá Sigurbjörgu Ármannsdóttur -
sigurbjorg@msfelag.is
og  framkvæmdastjóra EMSP, Christoph Thalheim, christoph.thalheim@emsp.org 

Skráning á ráðstefnuna er á vegum EMSP. 
Nánari upplýsingar er hins vegar að fá á skrifstofu MS félagsins, S: 568 8620 eða í netfangi félagsins msfelag@msfelag.is 

Smellið hér til að sækja skráningarskjal fyrir þátttakendur.

Krókur í ráðstefnufréttina á vef Evrópusamtakanna:
http://www.ms-in-europe.org/news/index.php?kategorie=whatsnext&cnr=5&anr=226

- h