Á vef Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) er að finna áskorun til stjórnvalda um að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem allra fyrst.

Ísland undirritaði Samninginn 30. mars 2007 og Valfrjálsa bókun við samninginn án allra fyrirvara. Ísland hefur hins vegar ekki enn, tæpum 8 árum síðar, innleitt Samninginn sem lög.

ÖBÍ hvetur því almenning til að skora á stjórnvöld um innleiðingu samningsins sem allra fyrst.

Ef þú ert sammála er auðvelt að fara inn á vef ÖBÍ á slóðina hér og skrá nafn og kennitölu og senda inn rafrænt.

 

Einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að innleiða samninginn, þar á meðal Ísland en að auki Finnland, Írland og Holland. 

151 land hefur nú þegar innleitt samninginn og vonandi ekki langt að bíða þar til Ísland bætist við á þann lista sem land númer 152.

 

Sjá hér slóð á myndband ÖBÍ um Samninginn og hvernig hann er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. 

 

Sjá hér slóð á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Valfrjálsa bókun við samninginn á vef Velferðaráðuneytisins.

 

 

BB