Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Alþjóðadagur MS verður haldinn hátíðlegur um allan heim 29. maí n.k. Er þetta fimmta árið í röð sem MSIF, Alþjóðasamtök MS-félaga standa fyrir slíkum degi. Í ár er sjónum beint að ungu fólki með MS.
Í tilefni Alþjóðadagsins í ár voru sex ungmennum í jafnmörgum heimsálfum falið að deila lífsmottói sínu eða kjörorðum með heiminum og vekja þannig athygli á MS og hvetja fólk til jákvæðs hugarfars.
Lífsmottó hvetur til betra lífs og eykur þannig lífsánægju og veitir styrk, jafnvel á erfiðustu stundum.
MS-félagið hvetur ungt fólk (að 35 ára) til að deila lífsmottói sínu með öðrum og senda á netfang félagsins msfelag@msfelag.is fyrir 29. maí. Nöfn sendanda og aldur má gjarnan fylgja en það er þó ekki skilyrði. Á Alþjóðadaginn sjálfan verða lífsmóttóin kynnt á vefsíðu félagsins og á skemmtun félagsins sem haldin verður í tilefni dagsins á Sléttuveginum.
Alþjóðasamtökin hvetja einnig allt ungt fólk, hvort sem það er með MS eða ekki, að fara inn á vefsíðu MSIF á http://mymotto.worldmsday.org/en/whats-your-motto og deila mottói sínu með öðrum.
Sjá má kynningarmyndband MSIF hér: http://www.youtube.com/watch?v=613E47h_7jc&feature=player_embedded
Þar er vísað til kjörorða þeirra sex ungmenna sem valin voru, um sjálfsmynd þeirra, samskipti og framtíð:
DIOGO, 23ja ára frá Portúgal: Be more than yesterday
ANNA, 26 ára frá Rússlandi: Learn to build and rebuild what I am and what I want to be
PRANEEL, 18 ára frá Indlandi: Life is for living – So live it
BREEA, 19 ára frá Bandaríkjunum: Embrace change – embrace life
BRENDA 21 árs frá Argentínu: Surround yourself with love
KHAOULA 28 ára frá Túnis: Life is beautiful. Live it together.
BB