Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
AVEDA á Íslandi safnar fé fyrir góðgerðarfélög á hverju ári. Í ár ætlar AVEDA að styrkja MS-félagið.
AVEDA selur vörur til rúmlega 20 hár- og snyrtistofa. Fyrirtækið er með vörur fyrir andlit, líkama og hár, sjá heimasíðu www.aveda.is. Einnig er rekin verslun í Kringlunni.
AVEDA biðlar til fagfólks í hár- og snyrtigeiranum að leggja til söfnunarinnar andvirði einnar klippingar eða andlitsbaðs. Einnig mun AVEDA útbúa vörukörfur og efna til tombólu inná stofunum. Engin 0 verða í tombólunni og munu þeir viðskiptavinir sem kaupa miða, en vinna ekki stóra vinninginn, geta valið milli AVEDA ferðavara. Þar verða meðal annars sjampó, næringar og mótunarvörur.
Átakið mun standa frá 22. apríl til 11. maí. MS-félagið hvetur félagsmenn og aðra til að skoða vöruúrval AVEDA í verslun þeirra í Kringlunni og á hár- og snyrtistofum og leggja góðu málefni lið.
Markmið okkar hjá Aveda er að gæta umhverfisins sem við búum í, allt frá því hvernig við framleiðum vörur okkar og gefum til baka til samfélagsins. Við hjá Aveda leggjum okkur fram í því að sýna ábyrgð og vera í forystu hlutverki í umhverfismálum, ekki einungis í heimi tískunnar heldur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.
-Horst M. Rechelbacher, stofnandi Aveda