Fatlaðir búa nú þegar við verulegan skort á þjónustu og nú blasir við að enn verði niðurskurðarhnífnum beitt sagði Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar á útifundinum á Ingólfstorgi síðdegis á mánudag. Niðurskurður í velferðarkerfinu bitni hins vegar verst á þeim sem síst skyldi; öryrkjum, börnum, öldruðum og sjúkum. Þennan niðurskurð þekkja MS-sjúklingar, sem á þessu ári hafa verið sviknir um að fá lyfið Tysabri í þeim mæli, sem embættismenn og valdsmenn hafa lofað hver um annan þveran allt árið. BSRB

Megináherzlan á fundinum var sú, að niðurskurðarhnífnum yrði ekki beitt gagnvart velferðarkerfinu á Íslandi. Í því sambandi er vert að minna á nýlegar fréttir um 10% niðurskurð hjá ráðuneytunum. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir að lögð verði áhersla á að halda núverandi þjónustustigi heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir tillögu fjármálaráðuneytis um  að ráðuneytið spari 12 milljarða króna.


 Hvað varðar MS-sjúklinga hafa heilbrigðisyfirvöld sparað sér nú þegar um 40% af þeim kostnaði, sem þau hefðu þurft að greiða samkvæmt yfirlýstum loforðum en hafa sloppið við með því að efna ekki loforð sín gagnvart MS-sjúklingum. MS
-sjúklingar hafa því þegar fundið fyrir niðurskurðarhnífnum vegna “þrengsla” á Landspítalanum! 
       Félag eldri borgara

Fundurinn á Ingólfstorgi var hakldinn undir slagorðinu Verjum velferðina og mættu á bilinu 600-700 manns á fundinn. Fundurinn var haldinn til að standa vörð um velferðarkerfi landsins og hag þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, svo sem barna, aldraðra, öryrkja, fatlaðra og sjúkra. Öryrkjabandalagið, Félag eldri borgara, Þroskahjálpog BSRB stóðu fyrir fundinum.

ÖBÍ

Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði hann að afnema þyrfti verðtryggingu, girða fyrir víxlverkun milli almannatryggingakerfis og lífeyris. Hann kvað það vera óþolandi, þegar aukin réttindi í almannatryggingakerfinu leiddu til skerðingar á lífeyri. Halldór krafðist ennfremur eftir því að stjórnmálamenn og embættismenn upplýstu almenning um hvað væri verið að gera í málefnum þjóðarinnar og vísaði þar í ræðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku, þar sem bankastjóri gaf ýmislegt í skyn en veitti engar haldtækar upplýsingar.

„Það hefur aldrei þótt sæmandi að kenna öðrum um afglöp sín”, sagði Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara. “Í mínu ungdæmi voru þeir sem það gerðu kallaðir aumingjar,“ sagði hún og vísaði þarna í svör ráðamanna á undanförnum vikum, við spurningum um það hverjir beri ábyrgð á kreppunni sem nú stendur yfir. 

Þroskahjálp

Ræðumenn sátu ekki á gagnrýni sinni gagnvart þeim, semþeir telja bera sök á því ástandi, sem ríkir í samfélagini. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, gagnrýndi að enn sæti sama fólk í helstu valdastöðum og embættum og fyrir bankahrunið. Hann sagði kröfuna þá að skipt yrði um fólk á öllum þeim vígstöðvum. Árni Stefán sagði þjóðina nú vera að fá risavaxna svindlreikninga auðstéttarinnar í andlitið. Hann lauk máli sínu á því að á Íslandi- yrði byggt upp samfélag jafnréttis, frelsis og bræðralags.  hh

 

Sendið bréf