Þið eruð frábær !

 

Að kvöldi sunnudags 24. ágúst hafið þið safnað 1.255.750 kr. til MS-félagsins og munar heldur betur um minna.

MS-félagið þakkar einnig fyrir hlýleg orð og hvatningu til félagsins sem fram komu í skrifum ykkar á vefsíðunni hlaupastyrkur.is.

Andvirði söfnunarinnar verður notað til útgáfu fræðsluefnis fyrir MS-fólk og aðstandendur þeirra, skóla og heilbrigðisstarfsfólk.

Til að sýna þakklæti okkar í verki langar félaginu til að bjóða hlaupurum til móttöku þriðjudaginn 2. september kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Sjá boð til ykkar undir „Skilaboð til keppanda“ hjá hverjum og einum hlaupara á vefsíðunni hlaupastyrkur.is.

Við vonumst til að sjá sem flest ykkar og

 

TAKK ENN OG AFTUR !!

 

MS-húsið að Sléttuvegi 5 má finna hér.

 

Búið er að setja myndir frá maraþoninu inn á heimasíðuna, sjá hér. Myndasmiður er Berglind Björgúlfsdóttir. Ef fleiri luma á myndum frá hlaupinu þá væri meiriháttar að fá þær sendar á netfangið bergthora@msfelag.is.

 

Hér er mynd af fjórum skvísum sem ekki voru búnar að fá nóg eftir maraþonið og skelltu sér á Ljósmyndasafn Reykjavíkur :-)

 

 

BB