Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór á laugardaginn í blíðskaparveðri söfnuðust 1.540.000 krónur. MS-félagið þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur.
Sjötíu einstaklingar og einn hlaupahópur hlupu fyrir félagið að þessu sinni. Hér má sjá áheitasíðu félagsins.
Í ár er fyrirhugað að nota áheitin til að standa straum af kostnaði við kynningarefni sem fræðir fólk um ósýnileg einkenni MS-sjúkdómsins ásamt því að renna styrkari stoðum undir hina ýmsu þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum sínum, s.s. sálfræðiþjónustu og styrkja ungt fólk með MS til náms.
Hvatningarstöð félagsins var að venju úti á Granda við Olís Ánanaustum og einnig fór hluti hópsins til að hvetja þátttakendur í skemmtiskokkinu áfram. Klappliðið stóð sig vel og hlaut góðar undirtektir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fleiri myndir eru í myndaalbúminu sem er aðgengilegt hér.
Við tökum gjarnan á móti myndum sem þið kunnið að hafa tekið og bætum þeim í myndaalbúmið. Hægt er að senda myndir á netfangið msfelag@msfelag.is, í gegnum fésbókarsíðuna okkar eða með messenger undir MS-félag Íslands.
BÓ