Frá og með deginum í dag, 26. september, er unnt að láta bólusetja sig gegn árlegri innflúensu á heilsugæslustöðvum.

Einnig geta þeir sem á þurfa að halda fengið bólusetningu við lungnabólgu (pneumokokkasýkingu). Einstaklingar þurfa að jafnaði ekki nema einu sinni eða tvisvar á ævinni í bólusetningu við lungnabólgu.

 

Hafa skal í huga að þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjum, eins og MS-lyf eru, þurfa að fullvissa sig um að bóluefni innihaldi dauðar veirur en ekki lifandi. Spyrjið starfsfólk heilsugæslunnar um hvað bóluefnið innihaldi og látið vita á hvaða MS-lyfjum þið eruð.

 

Á vefnum doktor.is kemur fram að bóluefni við innflúensu séu samsett úr nokkrum stofnum af dauðum veirum.

 

 

Grein á doktor.is um inflúensu

Frétt með nánari upplýsingum frá Heilsugæslunni um bólusetningu gegn árlegri innflúensu

Upplýsingar frá Landlækni um bólusetningar við lungnabólgu

 

 

BB