Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Pneumókokkar, Streptococcus pneumoniae, eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum, einkum hjá ungum börnum og fullorðnum einstaklingum. Alvarlegustu sjúkdómarnir eru heilahimnubólga og blóðsýkingar. Þessir sjúkdómar geta komið fram sem aðskildir sjúkdómar eða samhliða og kallast ífarandi pneumókokkasýkingar. Á meðal annarra algengra sjúkdóma sem pneumókokkar valda eru lungnabólga, miðeyrnabólga og kinnholusýkingar.
Í dag eru til tvenns konar bóluefni gegn pneumókokkum; fjölsykrubóluefni og próteintengd bóluefni. Fjölsykrubóluefni hafa verið á markaði í nokkurn tíma og hefur verið mælt með notkun þeirra hjá einstaklingum eldri en 60 ára og einstaklingum með ónæmisbælandi sjúkdóma.
Aukaverkanir beggja bóluefnanna eru vægar og svipa til aukaverkana annarra bóluefna.
Mælt er með að fullorðinn einstaklingur sem er með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum og sem ekki hefur fengið neina bólusetningu gegn pneumókokkum fái eina bólusetningu með próteintengdu bóluefni og að auki bólusetningu með fjölsykrubóluefni a.m.k. 8 vikum síðar.
Ekki er mælt með frekari bólusetningu fyrr en við 60 ára aldur (fjölsykrubóluefni).
Hafi fullorðinn einstaklingur með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum verið bólusettur með fjölsykrubóluefni er mælt með bólusetningu með próteintengdu bóluefni en þó ekki fyrr en 6 mánuðum eftir síðasta skammt af fjölsykrubóluefninu. Að öllu jöfnu er ekki mælt með frekari bólusetningum.
Sjá frekari upplýsingar á vefsíðu Landlæknis hér.
Hægt er að fá bólusetninguna hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslu. Bólusetningin kostar 8.000 kr.
Heimild hér