Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Borðalmanökin eru nú uppseld á skrifstofu og víða á sölustöðum. Mikil eftirspurn er eftir almanökunum en ekki verða prentuð fleiri.
Eðli málsins samkvæmt kostar að afla fjár. Úthringifyrirtækið fær ákveðið prósentuhlutfall af öllum loforðum um stuðning, greiða þarf sendingarkostnað fyrir útsendingu almanaka og greiðsluseðla og greiða þarf bankanum fyrir stofnun kröfu í heimabanka. Allur þessi kostnaður stofnast og þarf að greiðast af MS-félaginu, hvort heldur sem fjárloforðin fást greidd eða ekki.
Það dregur því verulega af söfnunarfénu ef margir samþykkja að fá sendan greiðsluseðil en greiða hann síðan ekki.
Því langar okkur til að biðla til þeirra sem fengu send almanök en hafa ákveðið að greiða ekki greiðsluseðilinn um að endursenda til félagsins almanakið, eða koma við á skrifstofunni, svo hægt sé að koma því í sölu og fá þannig upp í kostnað.
Dyggum stuðningsmönnum okkar þökkum við kærlega stuðninginn. Án ykkar væri ekki hægt að þjónusta félagsmenn okkar og aðstandendur þeirra.