Afgreiðsla MS-félagsins verður lokuð á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 og munum við eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu.  Einnig hefur verið ákveðið að aflýsa öllum viðburðum á vegum félagsins næstu 4 vikurnar, þar með talið hornsófanum og páskabingóinu. Þeim námskeiðum sem voru í gangi hefur þegar verið frestað og haft samband við þátttakendur.

Hægt að fá þjónustu í síma 568 8620, með tölvupósti msfelag@msfelag.is og á Facebooksíðu félagsins. Öllum fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og hægt er á opnunartíma skrifstofu, kl. 10-15.00.

Viðtöl hjá Berglindi Jónu Jensdóttur, sálfræðingi, falla niður á meðan á lokun afgreiðslu stendur. 

Við bendum á að hægt er að panta símatíma hjá Maríu Rúnarsdóttur, félagsráðgjafa á meðan á lokun stendur. Pantið hér á netinu, eða með því að hafa samband við skrifstofu.