Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sjálf greindist Hanna Heiða með MS í apríl 2016.
Hönnu Heiðu fannst mikilvægt að kanna samhengið á milli andlegrar líðan, heilsu og MS, þar sem henni finnst einstaklega lítið fjallað um andleg málefni MS, sérstaklega í ljósi þess að erlendar rannsóknir sýna að MS-greindir eru mun verr staddir andlega en þeir sem eru heilbrigðir.
MS-félagið hvetur fólk til þátttöku. Þeim mun meiri þátttaka, þeim mun áreiðanlegri niðurstaða. Vinsamlegast svarið fyrir lok mars.
Bæklingurinn fjallar um hvernig og hvers vegna MS getur haft áhrif á hugræna færni einstaklinga með MS, svo sem minni, einbeitingu, hugsun og innsæi, og hvað sé til ráða. Útskýrt er hvernig taugasálfræðileg skoðun fer fram og hagnýtar ábendingar gefnar um hvernig hægt er að meðhöndla hugræn einkenni svo þau hafi sem minnst áhrif á daglegt líf. Einnig er útskýrt hvernig hugræn einkenni einstaklings geta haft áhrif á aðstandendur. Það er því æskilegt að fjölskylda og vinir kynni sér efni bæklingsins líka.
Flestir MS-greindir upplifa á einhverjum tímapunkti tilfinningar eins og sorg, gremju eða reiði yfir því að hafa sjúkdóminn og að þurfa að lifa með honum. Tilfinningarnar eru öllum skiljanlegar og flestum tekst að vinna úr þeim. Erfiðara er hins vegar að skilja þær breytingar á háttalagi og persónuleika MS-greindra sem orsakast af sjúkdómi þeirra. Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar sem auka skilning og gefur ráð og valkosti sem geta komið að notum. Í honum er lýst helstu breytingum sem geta orðið á háttalagi og persónuleika einstaklings ásamt því að koma með góðar ábendingar um hvernig takast megi á við vandann.
MS er óvæntur „gestur“ sem er kominn til að vera. Hann getur þýtt ýmis konar missi, bæði fyrir þá einstaklinga sem fá MS sem og fjölskyldur þeirra sem þurfa oft á tíðum að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Markmiðið með bæklingnum er að lýsa algengum tilfinningaviðbrögðum fólks með MS ásamt því að koma með tillögur um hvernig hægt er að takast á við þau.