Hið einstaka listaverk „Byr undir báðum“ eftir Eddu Heiðrúnu Backman og er málað með pensil í munni prýðir jólakort MS-félagsins í ár. Viðtökurnar hafa hreint út sagt verið ótrúlegar og margir lýst áhuga á því að eignast myndina. MS-félagið hefur nú látið prenta myndina sem plakat og verða 150 tölusett eintök til sölu hjá félaginu. Plakatið er prentað offset prentun og er í stærðinni A2 (42 x 59,4 cm). Tilvalin jólagjöf handa listunnandanum!

Edda Heiðrún er löngu landsþekkt leikkona og leikstjóri. Síðla árs 2008 ákvað hún að takast á við nýja listgrein og hóf að mála með pensil í munni af miklum áhuga og vaxandi listfengi. Hún hefur síðan spreytt sig á olíumálverkum, vatnslitaverkum og málun á gler og keramik. Mörg verka sinna vinnur hún í MS Setrinu.

Edda Heiðrún er félagi í alþjóðlegum samtökum: The Mouth and Foot Painters Association, en þar hlaut hún inngöngu haustið 2009. Leiðbeinandi hennar og aðstoðarmaður við listmálun er Derek K. Mundell.

MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-fólks. Félagið býður upp á margvísleg nám-skeið fyrir fólk með sjúkdóminn og aðstandendur þess, gefur út fjölbreytt fræðsluefni og býður upp á reglulega fræðslufundi um hvaðeina sem tengist sjúkdómnum. Ýmis þjónusta er einnig veitt á vegum félagsins, s.s. félagsráðgjöf, yogatímar, líkamsþjálfun ofl.

MS-félagið reiðir sig á velvilja almennings og fyrirtækja. Rekstur félagsins er fjármagnaður með styrkjum, frjálsum framlögum og ýmsum fjáröflunarverkefnum. Plakatið kostar kr. 10.000,- og fæst á skrifstofu félagsins að Sléttuvegi 5 (opið kl. 10-15). Einnig er hægt að panta númeruð eintök í síma 568 8620 eða með tölvupósti msfelag@msfelag.is


Stuðningur ykkar eflir okkar starf!