Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Ocrevus er mun dýrara en rituximab, þrátt fyrir mikinn skyldleika. Ástæðan er að rituximab hefur verð lengi á markaði, frá 1997, og einkaréttur lyfjaframleiðandans því fallinn niður. Rituximab hefur enn ekki farið í gegnum stóra fasa-3 rannsókn(7)sem MS-lyf og því ekki fengið markaðssetningu sem slíkt. Ocrevus, hins vegar, hefur farið í gegnum allar nauðsynlegar rannsóknir sem MS-lyf og því markaðssett sem nýtt lyf, sem eru rándýr á meðan einkaleyfið varir. Virka efni Ocrevus er ocrelizumab.
Það eru skiptar skoðanir taugalækna á því hvort nota eigi Ocrevus eða rituximab til meðferðar á MS.
Mitchell Wallin, MD, MPH, er taugalæknir og prófessor við George Washington University og University of Maryland.
Fyrirlestur hans bar heitið Rituximab is not a reasonable alternative in MS treatment.
ECTRIMS (European Committee for Treatment and Research in Multiple Sclerosis) er stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem helguð er grunn- og klínískum rannsóknum á MS. Fundurinn í ár fór fram í Stokkhólmi dagana 11. - 13. september.
Ocrevus er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem eru með virkan MS-sjúkdóm í köstum (RRMS) og fyrir einstaklinga með nýlega MS-greiningu sem upplifa stöðuga versnun einkenna án þess að fá greinileg köst (PPMS) og eru enn án mikillar fötlunar, ásamt því að vera með merki um sjúkdómsvirkni á segulómun (MRI).
Ocrevus er innrennslislyf gefið á 6 mánaða fresti.
Seinkun hefur orðið á því að lyfið verði tekið í notkun á Íslandi. Lesa má um feril markaðsleyfis hér. Lyfjagreiðslunefnd hafnar enn Ocrevus þrátt fyrir að áskilin greiðsluátttaka frá tveimur N-löndum liggur fyrir.
Sjá nánar um Ocrevus hér.
Sjúkdómsferlið fer hægt af stað og lýsir sér frá byrjun í vaxandi einkennum án hléa eða bata. Um þriðjungur verður þó var við stöku kast með hléum og tímabundnum minniháttar bata. Ferlið getur tekið langan tíma eða náð hámarki á einhverjum tímapunkti og haldist stöðugt eftir það.
Einstaklingar sem greinast með þessa sjúkdómsgerð eru nokkuð eldri en þeir sem eru með MS í köstum. Um 10% einstaklinga með MS eru með þessa gerð sjúkdómsins.
Lyfjagreiðslunefnd ákvarðar lyfjaverð á grundvelli lyfjalaga og reglugerðar um lyfjagreiðslunefnd, og tekur að því loknu ákvörðun um hvort Sjúkratryggingar (SÍ) taki þátt í greiðslu viðkomandi lyfs. Sjá nánar um feril lyfs á markað hér.
Blitzima er gefið þeim sem ekki þola Tysabri eða Gilenya eða MS-lyf virka ekki sem skyldi. Blitzima er innrennslislyf, gefið á sjúkrahúsi á sex mánaða fresti.
Svíar byrjuðu að nota lyfið „off label“ árið 2008 fyrir þá sem ekki gátu verið á Tysabri. Reynsla Svía af notkun rituximab við MS er góð en allt að helmingur sænskra MS-sjúklinga, sem er á lyfjameðferð, er á lyfinu. Lyfið þolist vel, meðferðarárangur er góður, aukaverkanir þykja ásættanlegar og lyfið er mun ódýrara en sambærileg MS-lyf.
„Off label“ þýðir að lyfið er ekki markaðssett til meðferðar á þeim sjúkdómi sem það er ávísað á, en talið er að meðferðarvirknin sé þess eðlis að kostir af notkun þess vegi upp mögulega áhættu.
Þegar talað er um fasa-I, -II og -III rannsóknir er verið að lýsa mismunandi stigum vísindarannsókna.
Ocrelizumab (Ocrevus) er mannaðlagað einstofna mótefni gegn CD20, framleitt með raðbrigðaerfðatækni í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra sem binst sértækt við B-eitilfrumur sem tjá CD20.
Rítúxímab er einstofna músa/manna mótefni, framleitt með erfðatækni úr vefjum af ólíkum erfðafræðilegum uppruna. Mótefnið er framleitt í spendýrafrumurækt (úr eggjastokkum kínverskra hamstra) og hreinsað með sækniskiljun og jónaskiptum, þ. á m. með sértæku veirudrápi og brottnámi.
PML-heilabólga er sjaldgæf en alvarleg aukaverkun margra ónæmisbælandi lyfja.
(11) IgG-GILDI
Immúnóglóbúlín G er algengasta tegund mótefna, framleidd af B-frumum. Meðferð með B-frumumiðuðum meðferðum, eins og meðferð með rituximab og Ocrevus gengur út á, eykur hættu á að magn immúnóglóbúlína minnkar. Lág gildi IgG getur aukið hættu á sýkingum.
Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi
Mynd