Okkar ástkæra Edda Heiðrún Backman hlaut á dögunum heiðursverðlaun Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, og er það verðskuldaður heiður fyrir eina ástsælustu leikkonu þjóðarinnar í gegnum áraraðir.

Forseti Íslands, sem afhenti henni verðlaunin, sagði engin orð geta tjáð þakklæti, aðdáun og virðingu þjóðarinnar, hvort sem væri fyrir verk hennar í leikhúsinu, fyrir kjark hennar sem leikstjórnanda og í lífinu og örlögunum. Það hafi enginn íslenskur listamaður getað sameinað kjarkinn í listinni og kjarkinn í lífinu eins og Edda Heiðrún.

MS-félagið tekur heilshugar undir þessi orð og óskar Eddu Heiðrúnu innilega til hamingju með verðlaunin.

Edda Heiðrún er og hefur verið MS-félaginu mjög góðviljuð en hinar einstöku fuglamyndir hennar prýða jólakort félagsins 2011-2013 og bókamerki félagsins.

Sjá má frá afhendingu heiðursverðlaunanna á slóð RÚV hér á tímanum 1:20:30.

 

BB