Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Nú reynir á að halda rútínunni þar sem desember er sá mánuður þar sem flestir "lenda í því" að hafa engan tíma. Þegar auka verkefni bætast við dagskrána er það oftast hreyfingin sem dettur upp fyrir.
Reynum að vera sjálfselsk í desember og fórnum ekki æfingu dagsins til þess að klára eitthvað sem getur alveg beðið til morguns.
Einnig vil ég mæla með því að setja markmið sem við getum gert saman með vinum og fjölskyldu þennan mánuðinn.
Prentvænu útgáfuna er að finna í hlekk hér neðst í textanum.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is
Blöðin með æfingunum eru þrjú - tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.
Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir nóvember:
Plan með myndum Plan með texta Autt plan
Ert þú til í áskorunina?
Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.
Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.
Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.
Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.
BÓ