Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

 

„Veðrið er búið að vera æðislegt og við skulum nýta það sem best og bæta sérstaklega við göngu úti. Aðal áherslan í júní er á göngu frá 30mín eða 3km upp í 60mín eða 6km. 
Endilega haldið áfram að prenta dagatalið út og skrifa ykkar eigin markmið fyrir mánuðinn.
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.“

 

Hér getur þú nálgast æfingaprórammið fyrir júní

 

Blöðin eru tvö - annað er með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á hitt getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.

Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið. 

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.

 

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9. 

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi