Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
Fyrir mars mánuð ætlum við að hugsa um miðjuna og leggja áherslu á mismunandi planka æfingar í bland við nokkrar teygjur og hefðbundnar æfingar.
Planka geta verið mjög fjölbreyttir og má útfæra á ótal vegu. Hér sjáum við dæmi um 4 mismunandi sem hægt er að gera án þess að hafa einhvern búnað með sér.
Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is
Blöðin með æfingunum eru þrjú - tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.
Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir mars:
Plan með myndum Plan með texta Autt plan
Ert þú til í áskorunina?
Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.
Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið.
Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni.
Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.
BÓ