Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Um sl. áramót hækkaði endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) af almennum tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja úr 50% í 75%.
Gjaldskrá tannlækna er frjáls en SÍ gefur út eigin gjaldskrá, nr. 305/2014, sem stofnunin miðar endurgreiðslur sínar við. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá SÍ greiðir einstaklingur mismuninn þar á milli.
Samkvæmt tilmælum Samkeppnisstofnunar á gjaldskrá tannlækna að vera sýnileg til að auðvelda samanburð.
Aðrar reglur um endurgreiðslur vegna tannlækninga gilda um þá sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum.
Gjaldskrá SÍ hér
Mynd: Creativ Commons-leyfi
Bergþóra Bergsdóttir