Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Vert er að vekja athygli á breyttu fyrirkomulagi á jafningjastuðningi MS-félagsins. Stuðningsnet sjúklingafélaganna hefur verið lagt niður þar sem það þótti ekki virka sem skyldi. Umsjón með jafningjastuðningi hefur því færst yfir til sjúklingafélaganna sjálfra en Öryrkjabandalag Íslands hefur tekið að sér að sjá um námskeið og endurmenntun fyrir stuðningsfulltrúa.
Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.
Í boði er jafningjastuðningur fyrir fólk sem greinst hefur með MS-sjúkdóminn og aðstandendur þeirra. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með sama sjúkdóm eða eru aðstandendur. Allir stuðningsfulltrúar hafa lokið stuðningsfulltrúanámskeiði.
Hægt er að óska eftir jafningjastuðningi með því að hringja í síma 568 8620 eða fylla út form.
Jafningjar geta ýmist verið MS-greindir eða aðstandendur.
Jafningi er sá sem ljáir eyra og veitir stuðning og ráð þeim sem eru í sömu eða svipaðri stöðu og jafningi hefur sjálfur verið í.
Þinn jafningi er einhver sem er á svipuðum aldri og þú og/eða með svipaða sjúkdómsgerð. Jafningi er sá sem hefur unnið vel úr þeim erfiðu tilfinningum sem tengst geta sjúkdómnum og er sökum reynslu sinnar og góðrar úrvinnslu í stakk búin(n) að vera öðrum stuðningur og hughreystir. Margir búa yfir dýrmætri reynslu sem þeir vilja glaðir leyfa öðrum að njóta.
Fólk með MS-sjúkdóminn og aðstandendur á öllum aldri geta gerst stuðningsaðilar. Við höfum þörf fyrir fleiri stuðningsfulltrúa á öllum aldri og hvetjum alla áhugasama til að kynna sér málið.
Hægt er að óska eftir því að gerast stuðningsaðili með því að hringja í síma 568 8620 eða fylla út form.
BÓ