Eins og vitað er, þá selur MS-félagið jólakort til styrktar starfseminni. Nú í byrjun desember var MS-félagið með söluborð í Kringlunni. Ungur drengur vildi ekki borga of lítið fyrir jólakortin og þar sem hann átti aðeins 500 kr. greip hann til sinna ráða, því hvorki vildi hann fá afslátt af verði kortanna né fá þau gefins. Ingdís Líndal, skrifstofustjóri MS-félagsins, segir fallega jólasögu um þennan dásamlega dreng á Pressunni.

Nú í byrjun desember var MS-félagið með söluborð í Kringlunni þar sem Ingdís Líndal, skrifstofustjóri félagsins, Berglind Björgúlfsdóttir og Helga Káradóttir seldu jólakort af miklum móð.

Þá kom að borðinu lítill drengur, á að giska 8-9 ára, með 500 kr. sem hann átti og vildi kaupa jólakort til styrktar MS-félaginu. Honum var sagt að kortin kostuðu 1.000 kr. en að hann mætti kaupa pakkann á 500 kr. Það vildi guttinn ekki, fyrst pakkinn kostaði 1.000 kr., og fannst honum lítið að borga aðeins 500 kr. fyrir.

Stelpurnar vildu því gefa þessum krúttlega dreng pakka af kortum en það vildi hann heldur ekki. Hann fór hins vegar til mömmu sinnar, fékk hjá henni 1.000 kr. og borgaði pakkann fullu verði.

Hvað getur maður sagt ...... J

 

Sjá má Ingdísi segja frá þessari fallegu jólasögu á Pressan.is hér

Við gerum líka lokaorð Ingdísar í Pressunni að lokaorðum þessarar fréttar og segjum

 

Takk allir sem hafa keypt jólakort hjá okkur

og stutt við bakið á okkur

Gleðileg jól