Annað kvöld verður annar fundurinn í fundaröðinni “Verjum velferðina” á vegum Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem að þessu sinni fjallar um spurninguna “Félagsmál í kreppu – hvað er framundan?” Fundurinn hefst kl. 20 á Grand Hótel og verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra meðal frummælenda.

Til umræðu verða mikilvæg málefni, meðal annars uppbygging á þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra, afkomutrygging og nýtt örorkumat.

Frummælendur á fundinum eru:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags-og tryggingamálaráðherra
Birkir Jón Jónsson, alþingismaður
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Að loknum framsöguræðum verða pallborðsumræður og verða þátttakendur frummælendur ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka, Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka Þroskahjálpar.