Hornsófinn - ekki er setið auðum höndum :-)
Hornsófinn - ekki er setið auðum höndum :-)

Margt er á döfinni hjá MS-félaginu næstu mánuði; Hornsófinn - prjón og aðrar hannyrðir, fræðslufundur um sálfræði, jóga og lyfjamál, hið sívinsæla páskabingó, aðalfundur félagsins og sumarhátíð í tilefni alþjóðadags MS.

Skráið hjá ykkur dagsetningarnar – við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Hornsófinn - prjón og aðrar hannyrðir - opið hús alla mánudaga

Hornsófinn hefur farið vel af stað. Allt að 8 konur og menn hafa síðan í janúar mætt vikulega í MS-húsið að Sléttuvegi 5 á milli kl 16 og 18 á mánudögum með prjónana sína eða hvað annað fólkið er með á milli handanna. Skemmtilegar umræður um hannyrðir, lífið og tilveruna. Boðið er upp á kaffi og jafnvel meððí. Allir eru velkomnir. Hornsófinn verður á dagskrá alla mánudaga fram að páskum en þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Sjá kynningu hér.

 

Fræðslufundur 6. apríl

Fræðsluteymi MS-félagsins stendur fyrir fræðslufundi með fróðlegum fyrirlestrum um sálfræði, jóga og lyfjamál í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 laugardaginn 6. apríl kl. 13-15. Nánar auglýst á vefsíðu og fésbókarsíðu félagsins þegar nær dregur.

 

Páskabingó 13. apríl

Hið árlega og vinsæla páskabingó MS-félagsins fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Vinningar eru páskaegg af öllum stærðum og gerðum.

 

Aðalfundur  9. maí

Aðalfundur MS-félagsins verður haldinn í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 fimmtudaginn 9. maí kl. 17. Nánar auglýst á vefsíðu og fésbókarsíðu félagsins og með auglýsingu í Fréttablaðinu þegar nær dregur.

 

Sumarhátíð MS 29. maí

Sumarhátíð MS-félagsins verður haldin í tengslum við Alþjóðadag MS, miðvikudaginn 29. maí. Þema dagsins þetta árið er Sýnileiki. Dagskrá í tilefni alþjóðadagsins verður auglýst þegar nær dregur.

 

 

Sjá dagatal félagsins

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi