Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Það er ekki alltaf auðvelt fyrir hreyfihamlaða að ferðast um fallega landið okkar eða erlendis.
Sendið endilega upplifanir ykkar á ferðaþjónustu og aðgengi innanlands sem erlendis, jákvæðar sem neikvæðar, á netfangið bergthora@msfelag.is.
Það gæti verið um aðstoð á flugvöllum, ferðir til og frá flugvöllum, hótel eða gististaði, leigu á rafskutlum, hjólastólum eða öðrum hjálpartækjum, þægilegar og skemmtilegar ferðir eða hvað annað ykkur dettur í hug að deila með öðrum. Ábendingar ykkar verða teknar saman og birtar til upplýsinga fyrir ferðalanga hér á vefsíðunni.
Best er að vísa í vefslóðir en það er einnig nóg að koma með nöfnin eða heitin.
Við byrjum á þessu og sjáum hvernig þróast í samstarfi við ykkur, lesendur:
Reykjavík Excursions (www.re.is) býður upp á ferðir fyrir hreyfihamlaða, hvort sem þeir nota handknúinn hjólastól eða rafdrifinn til og frá flugstöðinni í Leifstöð að/frá BSÍ eða hóteli.
Einnig eru í boði dagsferðir, svokallaðar RE-ferðir, fyrir þá sem nota handknúinn hjólastól og fer aðstoðamaður með endurgjaldslaust. Dagsferðirnar eru þannig fyrir hreyfihamlaða sem nota samanbrjótanlegan hjólastól sem hægt er að aðstoða með góðu móti í og úr bifreið, án þess að viðkomandi hljóti óþægindi af. Enn sem komið er getur fyrirtækið ekki tekið á móti farþegum sem eru alveg bundnir við hjólastól í dagsferðirnar. Fyrirtækið vill þó gjarnan fá fyrirspurnir þess efnis á sales@re.is bæði til að athuga hvort viðkomandi hafi tök á að fara í almennar dagsferðir eða benda á aðra kosti, jafnvel setja upp sérstaka ferð í sérútbúinni bifreið.
Það gildir bæði fyrir flugrútuna og RE-ferðirnar að hafa þarf samband við Reykjavík Excursions í síma 580 5400 með sólarhringsfyrirvara til að láta vita hvort hjólastóllinn er handstýrður/samanbrjótanlegur eða rafknúinn.
Verð með flugrútunni er 2.500 kr. önnur leiðin en verð í dagsferðirnar eru mismunandi, sjá á www.re.is.
Á vefsíðu Reykjavík Excursions www.re.is/faq má finna upplýsingar á ensku fyrir viðskiptavini en íslensk útgáfa af vefsíðunni er væntanleg. Hægt er að hafa samband við sölufulltrúa á sales@re.is þar sem þarfir og aðstæður einstaklinga eru mismunandi.
Fyrir þá sem vilja ferðast um landið á eigin vegum er hægt að leigja sérútbúinn, Toyota HiAce, með skábraut hjá Bílaleigunni Hertz (www.hertz.is).
Toyota Hiace 4x4, 9 manna
eða sambærilegur
5 dyra, beinskiptur 9 manna 9 töskur CO2 = 221 g/km Má fara á hálendið
Upplýsingar um verð er hægt að fá með því að senda fyrirspurn á hertz@hertz.is eða hringja í síma 522 4400.
Leigubílastöðin Hreyfill (www.hreyfill.is) hefur marga sérútbúna leigubíla á sínum snærum. Sími stöðvarinnar er 588 5522.
Hægt er að leigja ýmiskonar hjálpartæki, svo sem hjólastóla, göngugrindur og rafskutlur, til lengri eða skemmri tíma, hjá Öryggismiðstöðinni, Stoð og Eirberg, sjá hér.
Og fyrir þau ykkar sem ætlið til Evrópu þá má minna á evrópska sjúkratryggingakortið, sjá frétt hér.
Njótið vel sumarsins J
BB