Á stjórnarfundi MS Setursins 17. maí átti sér stað sá sögulegi viðburður að fjórir formenn MS-félagsins sátu fundinn. MS Setrið er dagvist og endurhæfingarmiðstöð í MS-húsinu.

Á myndinni má sjá frá vinstri; Björgu Ástu Þórðardóttur (2017- ), Berglindi Guðmundsdóttur (2009-2017), Sigurbjörgu Ármannsdóttur (2003-2009) og Maríu H. Þorsteinsdóttur (1981-1985).

Hafa umræddir formenn gengt embætti formanns í 18 ár af 49 ára sögu félagsins.

Formaður MS-félagsins hefur ætíð setið stjórnarfundi Setursins með málfrelsi og tillögurétt. Á þessum stjórnarfundi var fráfarandi formanni MS-félagsins, Berglindi Guðmundsdóttur, þakkað fyrir góð störf í þágu Setursins og nýr formaður, Björg Ásta Þórðardóttir, boðin velkomin.

MS-félagið skipar í stjórn Setursins. María H. Þorsteinsdóttir situr sem ritari og Sigurbjörg Ármannsdóttir sem meðstjórnandi. Formaður er Friðbjörn Berg. Varamenn eru þrír: Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurjón Kristjánsson og Steinn Guðmundur Ólafsson.  

 

Sjá vefsíðu MS Setursins hér.

 

Sjá frétt um formannsskipti á aðalfundi MS-félagsins hér.

 

Bergþóra Bergsdóttir