Föstudagurinn 12. september kl. 13–17 verður haldið námskeið fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn. Námskeiðið byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi. Umsjón með námskeiðinu hafa Margrét Sigurðardóttir og Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafar.

Opnuð hefur verið síða á Fésbókinni fyrir lokaðan hóp foreldra barna og ungmenna með MS, „Foreldrar barna og ungmenna með MS á Íslandi“ á slóðinni https://www.facebook.com/groups/ungms/ í umsjá Heiðu Bjargar Hilmisdóttur sem á ungan dreng með MS.

 

*********

 

FORELDRANÁMSKEIÐ

 

Tími: Föstudagurinn 12. september kl. 13 – 17.                               

Staður: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík.

Verð: 2.500 kr. Þeir sem eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins geta sótt um ferðastyrk.

Lýsing: Námskeiðið er fyrir foreldri/a sem eiga uppkomin eða yngri börn með MS-sjúkdóminn og byggist á fræðslu, umræðum og stuðningi.

Fræðsla verður um MS-sjúkdóminn og áhrif greiningar MS á foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi. Fjallað verður m.a. um samskipti fjölskyldumeðlima, tilfinningar, aðlögun, meðvirkni og streitu. Taugalæknir veitir fræðslu og svarar spurningum þátttakenda. Umræður á námskeiðinu gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og miðla reynslu sinni og kynnast öðrum foreldrum í svipuðum aðstæðum.

Umsjón: Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi. Þær eru báðar með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð.