Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félagið stóð fyrir sumarhátíð á alþjóðadegi MS sem haldinn er síðasta miðvikudag maí-mánaðar ár hvert, nú 25. maí.
Fjölmenni var mætt að venju og allir í sólskinsskapi þó sólina hafi vantað. Það ringdi þó ekki á mannskapinn og krakkarnir gátu því hoppað að vild í hoppukastalanum sem alltaf er jafn vinsæll.
Hinn ungi og bráðefnilegi töframaður Jón Arnór framkallaði hvert töfrabragðið á fætur öðru við mikla hrifningu og lófaklapp barna sem fullorðinna og Ingó Veðurguð fékk alla til að syngja með sér enda flestir með lögin alveg á hreinu.
Atlantsolíubíllinn var mættur að venju og runnu pylsur, gos og Svali vel niður í mannskapinn og eins og í öllum góðum boðum var ís í eftirrétt sem Mjólkursamsalan (MS) bauð upp á. Fyrir þá sem voru á léttari línunni var boðið upp á ávexti.
Þá gaf ÖBÍ gaf höfuðbuff með fallegum barnateikningum með slagorðunum: Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla sem var slagorð 1. maí-göngu ÖBÍ þetta árið.
Hið frábæra starfsfólk MS-Setursins og MS-félagsins aðstoðuðu við skemmtunina en svona flott skemmtun verður ekki að veruleika nema með góðum undirbúningi og skipulagningu og þar á Ingdís, skrifstofustjórinn okkar, heiður og þakkir fyrir hversu vel tókst til.
Hér er Ingdís að prófa hoppukastalann til að passa að allt sé í lagi J
MS-félagið þakkar öllum sem komu fyrir komuna og þeim sem aðstoðuðu fyrir hjálpina.
Sjáumst hress að ári J
Sjá má myndir hér.
BB