Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fulltrúar MS-félags Íslands, Berglind Guðmundsdóttir formaður, Bergþóra Bergsdóttir og Sigurbjörg Ármannsdóttir, verða með fræðslufund í Sjálfsbjargarheimilinu við Suðurgötu í Keflavík miðvikudagskvöldið 2. mars nk. frá kl. 19:30-22:00.
Fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskrá. Veitingar í boði.
Allir velkomnir, bæði fólk með MS sem og fjölskylda og vinir.
Dagskrá:
Kl. 19:30 Hittast og njóta veitinga
Kl. 20:00 Fyrirlestur
· MS-félagið
· MS-Setrið
· MS-sjúkdómurinn (Hvað er MS?, MS-greining, hvað er MS-kast? o.fl.)
· Einkenni MS – líkamleg og hugræn (tilfinningaviðbrögð, skapgerð og háttalag, hugræn færni)
· MS-lyf
Kl. 20:45 Hlé - fyrirspurnir
Kl. 21:00 Fyrirlestur
· Hjálpartæki
· Samskipti (við börn, foreldra, vini, maka, kynlíf, barneignir, félagslíf)
Kl. 21:30 Umræður og fyrirspurnir
Tilkynna þarf þátttöku hjá Víði í síma 855-9308 eða með tölvupósti á netfangið vsj@hsorka.is fyrir mánudagskvöldið 29. febrúar.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta J
Mynd: Landmælingar Íslands
BB