Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Fræðslufundur fyrir MS-fólk og aðstandendur á norðanverðu landinu verður haldinn n.k. laugardag, 12. september, í Íþróttahöllinni við Skólastíg (gengið inn að sunnanverðu).
Fundurinn hefst kl. 14 og mun standa til kl. 16.30.
Á fundinn mæta frá MS-félaginu: Berglind Guðmundsdóttir formaður, Bergþóra Bergsdóttir gjaldkeri og Sigurbjörg Ármannsdóttir fyrrum formaður. Að auki mætir Jónína Hallsdóttir hjúkrunarfræðingur á A-2, göngudeild taugasjúkdóma LSH.
Dagskrá:
Kl. 14.00-14.15 Kynning á MS-félaginu. Berglind Guðmundsdóttir.
Kl. 14.15-15.00 Tiltæk MS-lyf á Íslandi 2015. Jónína Hallsdóttir.
Kl. 15.00-15.20 Kaffihlé.
Kl. 15.20-15.40 Kynning á væntanlegu fræðsluefni MS-félagsins. Bergþóra Bergsdóttir.
Kl. 15.40-16.30 Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Sigurbjörg Ármannsdóttir.
Fundarboð hafa verið send út til MS-fólks á öllu norðanverðu landinu.
(Mynd frá Akureyri. Ljósmyndari Gulli Hall)