Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, mun halda erindi um um mataræði og næringu í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 17.

Reikna má með að fyrirlesturinn og umræður standi yfir í um klukkutíma.

Miklar umræður hafa verið um áhrif mataræðis og þarmaflóru á MS-sjúkdóminn á undanförnum misserum. Guðlaug hefur reynslu af því að ráðleggja fólki með taugasjúkdóma um mataræði og því er ekki að efa að fyrirlesturinn verði mjög áhugaverður fyrir okkur MS-fólk.

 

BB