N.k. miðvikudag, 14. janúar kl. 17, mun Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, halda erindi um mataræði og næringu í MS-húsinu að Sléttuvegi 5.

 

Miklar umræður hafa verið um áhrif mataræðis og þarmaflóru á MS-sjúkdóminn á undanförnum misserum. Guðlaug hefur reynslu af því að ráðleggja fólki með taugasjúkdóma um mataræði og því er ekki að efa að fyrirlesturinn verði mjög áhugaverður fyrir okkur MS-fólk.

 

Reikna má með að fyrirlestur Guðlaugar og umræður um hann standi yfir í um klukkutíma.

 

Síðan mun Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður MS-félagsins, kynna bók sína Af bestu lyst 4. Heiða samdi uppskriftirnar í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis. Af bestu lyst 4 hefur að geyma fjölmargar uppskriftir að hollum og ljúffengum réttum og er megináhersla lögð á spennandi mat sem er í senn góður á bragðið og góður fyrir heilsuna, budduna og umhverfið. 

 

Í bókinni eru nýstárlegar uppskriftir í bland við hollar útgáfur af hefðbundnum réttum en allar eiga þær það sameiginlegt að vera einfaldar og notadrjúgar, auk þess sem farið er eftir nýjustu ráðleggingum um mataræði. Sjá nánar hér.

 

Veitingar í boði J

 

Fyrir þá sem nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra er passlegt að panta bílinn frá MS-húsinu kl. 18:30.

 

 

BB