Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
FRÉTTABRÉF FRÁ MSIF UM CCSVI UMFJÖLLUN - 25. nóvember 2010
Fréttir:
Talsvert hefur verið fjallað í fréttum í kanadískum fjölmiðlum um CCSVI, blóðrásarkenninguna svokölluðu, eftir fund ECTRIMS (Evrópunefndin um rannsóknir og meðferð MS), sem haldinn var í október s.l. Hér er skrá um nokkrar þessarra frétta:
19. október 2010
Ríkisstjórn Saskatchewan-ríkis í Kanada samþykkti að leggja 5 milljónir til klínískra rannsókna á blóðrásarkenningunni (CCSVI). Fjárframlagið er bundið því skilyrði, að settur verði á laggirnar sérstakur rannsóknarhópur og vísindamenn komi sér saman um rannsóknaraðferðir.
http://www.ctv.ca/CTVNews/Health/20101019/saskatchewan-ms-101019/
9. nóvember 2010
Læknasamtök Quebec-ríkis í Kanada vara landa sína við að fara í CCSVI meðferð erlendis.
http://www.ctv.ca/CTVNews/Health/20101109/quebec-liberation-treatment-101109/
11. nóvember 2010
Forseti Samtaka geislalækna í Quebec varar Kanadamenn við CCSVI meðferð erlendis.
http://www.ctv.ca/CTVNews/TopStories/20101110/ms-quebec-101110/
13. nóvember 2010
Kanadísk sjónvarpsfrétt um aukaverkanir vegna CCSVI meðferðar og vandamál í kjölfar eftirmeðferðar.
http://www.ctv.ca/CTVNews/TopStories/20101112/ms-liberation-stents-101113/
13. nóvember 2010
Héraðsstjórnir Nýfundnalands og Labrador greina frá styrk til að kanna CCSVI meðferðina (sjá einnig kaflann hér fyrir neðan um könnunarrannsóknir og skráningu meðferða). http://www.canada.com/health/Newfoundland+launches+observational+study+treatment/3517393/story.html
19. nóvember 2010
Kanadíska sjónvarpið segir fréttir í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því CCSVI meðferðir hófust.
http://www.ctv.ca/CTVNews/TopStories/20101119/w5-the-liberation-year-ms-treatment-101119/
22. nóvember 2010
Grein í dagblaðinu Vancouver Sun um CCSVI þar sem fjallað er um hugsanlega CCSVI sjúkraskrá og birtar upplýsingar um málið frá Heilbrigðisráðuneyti Kanada. http://www.vancouversun.com/health/Health+minister+says+patients+shouldn+abroad+controversial+treatment/3865649/story.html
24. nóvember 2010
Dagblaðið Globe and Mail birtir viðtal við ítalska lækninn Paolo Zamboni, sem setti fram CCSVI kenninguna.
http://www.theglobeandmail.com/news/national/paolo-zamboni-a-qa/article1811072/
Þá er einnig til frétt úr dagblaði í Costa Rica um fólk með MS, sem ferðast hafði þangað í CCSVI meðferð.
24. nóvember 2010
http://www.ticotimes.net/News/News-Briefs/Costa-Rican-Hospital-Offers-MS-Patients-A-Miracle-_Monday-November-22-2010
Nýjar rannsóknaritgerðir:
Worthington V, Killestein J, Eikelenboom MJ, Teunissen CE, Barkhof F, Polman CH, Uitdehaag BM, Petzold A. “Eðlileg CSF ferritin mörk MS til marks um að sjúkdómsorsökin sé ekki blóðflæðiskortur.” Neurology 2010 Nov 2;75(18):1617-22. Epub 2010 Sep 29. PMID: 20881272
Klínískar rannsóknir:
Yfirstandandi klíniskar rannsóknir og og fyrirbyggjandi kannanir:
• "PREMISE-rannsókn fjallar um innanæðar-meðferð gegn MS í 30 sjúklingum"
Forsvarsmaður rannsóknarinnar: Dr. Robert Zivadinov
University of Buffalo, USA
http://www.prweb.com/releases/2010/06/prweb4199404.htm http://www.bnac.net/wp-content/uploads/2010/02/first_blinded_study_of_ccsvi.pdf
• Rannsókn gerð til að meta meðferðargildi blóðrásarkenningarinnar (Chronic Cerebrospinal Venous Insufficiency (CCSVI)) í MS-sjúklingum.
Rannsóknarstjóri: Dr. Manish Mehta
The Vascular Group, PLLC, Albany, NY, USA.
http://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT01089686
• “Mat á Angioplasty "Mat á vægi innanæðar-aðgerðar sem úrræðis í meðferð á langvinnum innankúpu- og innanbasts-bláæðahnútum hjá heila- og mænusiggssjúklingum" (CCSVI).”
Forsvarsmaður rannsóknar: Dr. Gary Siskin
Community Care Physicians, P.C., Albany, NY, USA.
http://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT01201707
• CCSVI rannsókn í Kuwait
Markmiðið er að sjúkdómsgreina MS-sjúklinga með (CCSVI) og meta þá með Duplex skönnun og segulómskoðun á bláæðum til að kanna klínískar og geislafræðilegar framfarir þessara tilfella eftir að sjúklingarnir hafa fengið angioplasty-meðferð (með eða án stent) á hinu sýkta svæði innri hóstaræðarinnar."
Klínískar rannsóknir í bígerð:
• Ítölsk klínísk CCSVI rannsókn
Forsvarsmaður rannsóknarhópsins: Dr. Paolo Zamboni
This large, double-blinded, randomized, controlled clinical trial will involve several treatment centres. The study protocols are currently under discussion and the project is awaiting approval by the ethics committee.
Þessi viðamikla, slembiúrtaks, tvíblinda, klíníska rannsókn fer fram á mörgum rannsóknarstofnunum. Unnið er að rannsóknarviðmiðum og bíður áætlunin samþykkis siðanefndar.
Eftirlit og skráning:
• “Fjölsetra skrá um CCSVI tilraunir og meðferðir – Aðgangur víða”
Hubbard foundation, http://clinicaltrials.gov/ct2/show/NCT01205633
• Nýfundnaland og Labrador: Eftirlitskönnun á fólki, sem hefur farið erlendis til að fá CCSVI meðferð. Rannsóknarfé hefur verið tryggt en hönnun rannsóknaraðferðar er ekki að fullu lokið.
http://www.releases.gov.nl.ca/releases/2010/health/0913n07.htm
Þýð. HH