Hér á eftir fer yfirlit um nýjustu fréttir alþjóðasamtakanna MSIF. Við höfum þýtt inngang að margvíslegum fréttum og þeir sem hafa áhuga geta lesið nánar um efnið með því að smella á tengla á ítarlegri frétt á ensku.  Við viljum vekja sérstaka athygli á könnun samtakanna um MS-þreytu, en hún er nú aðgengileg á íslensku. Við viljum hvetja sem flesta til að taka þátt í könnuninni.

Svaraðu könnun um MS-þreytu

90% MS-fólks upplifa þreytu – á það við um þig? Vinsamlega deildu þínum skoðunum með okkur með því að taka þátt í stuttri könnun. Niðurstöðurnar verða birtar í sérstakri útgáfu tímaritsins MS in focus sem kemur út snemma árs 2012 og verður helgað þreytu. Hægt er að taka könnunina á íslensku, ensku, portúgölsku og þýsku og fleiri tungumál munu bætast við fljótlega. Svarið könnuninni núna!

[Frá ritstj.: Tímaritið MS in focus er aðgengilegt á rafrænu formi með því að smella hér.]

Að takast á við PML

Bandarísk og evrópsk yfirvöld, ásamt fulltrúum lyfjafyrirtækja, hittust í júlí til að finna leiðir til að takast á við PML, sem er sjaldgæfur en alvarlegur sjúkdómur sem getur orsakast af árangursríkri MS-meðferð. Evrópsku MS-samtökin EMSP sátu fundinn fyrir hönd sjúklinga. Öll fréttin (á ensku)

Af MS-félögum á heimsvísu

Tvö aðildarfélög okkar halda upp á stórafmæli í þessum mánuði. Írska MS-félagið heldur upp á 50 ára afmæli með ýmsum viðburðum út um allt land og landsfundi. ABEM, brasilíska MS-félagið heldur upp á 27 ára afmæli sitt – og brasilíska MS-viku – með ýmsum viðburðum í São Paulo, s.s. fyrirlestrum, fjöldafundum og veislu.

Formaður læknanefndar MSIF hlýtur nýja stöðu

Hamingjuóskir til professors Alan Thompson, sem hefur verið skipaður deildarforseti heilavísinda við University College í London. Prófessor Thompson er leiðandi fræðimaður í MS-sjúkdómnum og hefur verið formaður alþjóðlegu lækna og vísindanefndar MSIF síðan 2006. Nánar sagt frá á heimasíðu UCL

Ný vefsíða MSIF í undirbúningi

Ný heimasíða MSIF er væntanleg fljótlega. Ákveðið var að bregðast við endurgjöf frá notendum vefsíðunnar og hanna nýja síðu, sem mun verða með spennandi nýjungar.  Öll fréttin (á ensku)

Rannsóknarfréttir

Nýlega birtar greinar um MS sem hafa verið valdar af Institute of Neurology á Queen’s Square, London fyrir MSIF

 

Staðsetning meinsemda í heila og klínískt ástand 20 árum eftir greiningu á einu stöku klínísku kasti sem bendir til MS-sjúkdómsins.

Mult Scler, 30. ágúst 2011 [Birt rafrænt fyrir prentun]

Í þessari rannsókn voru rannsökuð tengsl milli staðbundinnar dreifingar bletta í heila og klínískra niðurstaðna í hópi fólks sem var skoðaður aftur 20 árum eftir að það fékk greiningu á einu stöku klínísku kasti sem benti til MS-sjúkdómsins. Rannsóknin sýnir að staðsetning bletta hjálpar til við að greina MS-sjúkdóminn og sýnir einnig muninn á þeim sem hafa fengið staðfestan MS-sjúkdóm og þeirra sem hafa það ekki. Staðsetning sumra bletta tengist einnig fötlun til langs tíma. Lesa ágrip (á ensku).

 

Samanburðarrannsókn með lyfleysu, á hliðstæðum hópum, með tilliti til brottfalls, á sjúklingum sem valdir eru af handahófi og hafa vöðvakrampa sem orsakast af MS og fá Sativex(R) (nabiximol).

Mult Scler, 30. ágúst 2011 [Birt rafrænt fyrir prentun]

Opnar rannsóknir eru ekki vel til þess fallnar að veita traustar niðurstöður um langtíma virkni lyfja, einkum þegar lyfin verka á einkenni og notkun langtíma lyfleysu getur verið vafasöm og jafnvel ekki siðferðilega rétt. Þessi samanburðarrannsókn með lyfleysu, á hliðstæðum hópum, með tilliti til brottfalls, á sjúklingum sem valdir eru af handahófi, staðfesti virkni Sativex í því að hafa langtíma áhrif til hins betra á vöðvakrampa í hópi einstaklinga með MS. Lesa ágrip (á ensku).

[Frá ritstj. Sativex er munnúðalyf sem inniheldur kannabis þar sem sem „vímu“ áhrifum efnisins hefur verið eytt. Sativex hefur verið samþykkt til notkunar í nokkrum löndum, t.d. Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og Danmörku.]

 BÓ