18.08.2017
Á PEPPI MS-félagsins fyrir hlaupara sína í MS-húsinu sl. þriðjudag var meðal annars boðið upp á fyrirlestur Fríðu Rúnar Þórðardóttur, íþróttanæringarfræðings með meiru, um lokaundirbúning fyrir maraþonið.
Hún sagði m.a. að mikilvægt væri að huga að mataræði og vökvainntöku og passa upp á kolvetnin. Einnig þyrfti að huga að því í tíma í hverju við ætluðum að hlaupa. Ekki síst þyrftum við að huga að hvíldinni og fá góðan og endurnærandi nætursvefn.
Fríða Rún gaf okkur nokkur hollráð í tengslum við hlaupið – daginn áður:
- Forðast mikið álag daginn fyrir
- Hafa skó, föt og númerið klárt
- Ákveða hvernig þið komist á staðinn & hvar þið ætlið að leggja bílnum ef á bíl
- Forðast mjög þunga máltíð
- Fara snemma að sofa
Þá gaf hún hollráð í tengslum við hlaupið – að morgni hlaupadags:
- Vakna tímalega, minnst 2 klst fyrir
- Borða 2 klst fyrir hlaupið
- Borðum aðeins það sem við erum vön
- Flýtum okkur ekki, forðumst allt stress
- Leggjum tímanlega af stað og höldum planinu
- Hita rólega upp í 5-7 mínútur, léttar teygjur
- Finna WC og fara tímanlega í röðina
Og gullkorn til að hafa í huga á ráslínunni og í hlaupinu sjálfu:
- Hafa rásnúmerið framan á
- Festa flöguna á fótinn
- Fara skynsamlega af stað, betra að fara rólega af stað og vinna upp heldur en að fara of skart af stað
- Njóta samverunnar við aðra hlaupara
- Njóta hvatningarinnar fá áhorfendum, veifa þeim ef þið getið
- Hafa gaman hvernig sem aðstæður eru
Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og má finna glærur Fríðu Rúnar hér.
Mynd: Creative Common leyfi