Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17-19 kemur á fund MS-fólks Ásta J. Arnardóttir, fulltrúi frá Tryggingastofnun. Hún mun fjalla um réttindi öryrkja á fundinum, sem verður í MS-húsinu á Sléttuveginum. Með heimsókn Ástu gefst félögum MS-félagsins kostur á að spyrja spurninga um þjónustuleiðir, lagabreytingar og fá nánari skýringar á upplýsingum, sem annars er hægt að afla sér að nokkru leyti á vef TR.
Ásta J. Arnardóttir hjá Þjónustu- og kynningarsviði TR, sagði í svari við spurningu MS-vefjarins, að “innlegg mitt á morgun verður tvíþætt. Annars vegar mun ég fjalla um þjónustu Tryggingastofnunar, umfang þjónustunnar og þær þjónustuleiðir sem eru í boði.”
Hins vegar mun Ásta fjalla um helstu breytingar sem hafa orðið á lögum um almannatryggingar. “Ég ætla þá sérstaklega að fjalla um breytingarnar sem tóku gildi 1. júlí sl., hvað snertir örorkulífeyrisþega,” sagði Ásta.
Slík yfirferð er sérlega gagnleg, þar sem oft getur verið flókið og/eða tafsamt að átta sig á því hvaða breytingar eiga við MS-greinda og síðan að bera saman gömlu reglurnar og þær nýju.
Ásta flytur inngangserindi og mun síðan sitja fyrir svörum.
Allir velkomnir. Heitt verður á könnunni að vanda.