Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Anna Rebecka mun halda fyrirlestur um framkomu fólks við fatlaða einstaklinga fimmtudaginn 13. mars kl. 19:30 í félagsheimilinu Harðarbóli í Mosfellsbæ. Anna Rebecka féll af hestbaki fyrir hálfu öðru ári og lamaðist en hefur náð undraverðum bata. Fyrirlestur hennar fjallar um hvernig hún upplifði að framkoma fólks í hennar garð breyttist við það að hún var allt í einu komin í hjólastól og hvernig fólk kemur á mismunandi hátt fram við fatlaða og ófatlaða.
Anna Rebecka hefur verið virk í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ en MS-félagið heldur reiðnámskeið fyrir félagsmenn sína í samstarfi við Fræðslunefnd fatlaðra hjá Herði.
Við hvetum alla til að mæta og hlusta á frábæra unga konu segja frá reynslu sinni og upplifun. Á staðnum verður til sölu salat og brauð á 500 kr.
Félagsheimili Harðar, Harðarból, er staðsett við keppnisvelli Harðar við Varmárbakka, sjá staðsetningu hér
Harðarból
BB