Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Þegar maður fer til útlanda er tilhlökkunin jafnan mikil og allt á að ganga snurðulaust. Það gerir það líka í flestum tilvikum – en því miður þó ekki alltaf.
Það væri gaman ef þið senduð inn ferðasögur eða upplýsingar um aðgengi, þjónustu, leigu á hjálpartækjum eða annað sem ykkur finnst áhugavert frá ferðum ykkar innanlands eða erlendis. Myndir eru einnig vel þegnar.
Á vefsíðunni er búið að koma upp vísi að gagnabanka sem hægt er að leita í ef ferð er í vændum, sjá hér. Hversu digrir sjóðir bankans verða er undir ykkur komið J
Endilega deilið reynslu ykkar og þekkingu og hjálpið þar með öðrum til að skipuleggja ferðir sínar á auðveldari hátt,
Sendist á netfangið bergthora@msfelag.is
Góð byrjun er ferðasaga hjónanna Jóns Hjaltalíns Stefánssonar og Birnu Kjartansdóttur sem fóru sl. vor til Boston.
„Nýlega ferðuðumst við hjónin með flugi til Boston. Kona mín notar hjólastól og er ekki fær um að standa upp til að setjast upp í bíl. Með öðrum orðum, við þurfum leigubíl með skábraut eða lyftu.
Eftir komuna á Logan flugvöll báðum við afgreiðslustjóra leigubílaraðarinnar um að panta aðgengilegan leigubíl fyrir okkur. Eftir 10 mínútur kom bíll greinilega merktur með alþjóðlegu skilti fatlaðra. Ökumaðurinn opnaði farangurgeymsluna og uppákoma númer 1, engin lyfta eða rampur, en nóg pláss fyrir samfellanlegan hjólastól. Bílstjórinn sagði okkur að við hefðum átt að panta aðra gerð af aðgengilegum leigubíl. Afgreiðslustjórinn pantaði annan aðgengilegan leigubíl sem kom eftir nokkrar mínútur og uppákoma númer 2, þessi leigubíl var einnig merktur með alþjóðlegu skilti fatlaðra, en án lyftu eða ramps. Afgreiðslustjórinn pantaði síðan þriðja leigubílinn sem kom eftir um 40 mínútur. Þessi leigubíll var með skábraut og loks komumst við á hótelið.
En sögunni er ekki lokið, þegar aftur skyldi haldið til Logan flugvallar báðum við móttökustjóra hótelsins um til að panta aðgengilegan leigubíl fyrir okkur og tókum skýrt fram að hann þyrfti að vera með skábraut eða lyftu. Leigubíllinn kom stundvíslega og uppákoma númer 3, aftur var bíllinn merktur með alþjóðlegu skilti fatlaðra, en ekki með skábraut eða lyftu. Enn höfðu upplýsingaskiptin misfarist. Eftir 40 mínútna bið kom loks leigubíl með skábraut.
Það væri áhugavert að vita hvort aðrir hafa haft svipaða reynslu. Er þetta tiltekna vandamál með tvær gerðir aðgengilegra leigubíla sérstakt fyrir Boston eða hafa aðrir svipaða reynslu frá öðrum norður amerískum borgum? Í fyrra pöntuðum við aðgengilegan leigubíl í Vancouver án vandkvæða. Ekki þurfti að taka fram að hann ætti að vera með skábraut.“
Salerni fyrir fatlaða eru oft miðuð við fólk í hjólastól, skv. Birnu, og því frekar lágt frá gólfi og ekki alltaf stuðningsstangir. Hér hefur það þó verið leyst með upphækkun á salerni sem hangir á vegg.
Handföngin í sturtuaðstöðunni hér eru ekki sett upp þannig að henti öllum.
BB