Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Í dag var móttaka í MS-húsinu fyrir hlauparana okkar í Reykjavíkurmaraþoninu.
Bæði vildi félagið þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn en eins heyra frá þeim hvernig félagið getur komið að næsta hlaupi með meira áberandi hætti, t.d. með merkingum eða hvatningarborðum. Félagið hefur nú úr mörgum skemmtilegum hugmyndum að moða þannig að það verður enn meira gaman að hlaupa á næsta ári.
Gestirnir voru leystir út með gjöfum í þakklætisskyni.
71 hlaupari og ein boðsveit tóku þátt fyrir félagið.
Þegar upp var staðið höfðu hlaupararnir safnað áheitum fyrir 1.284.750 kr. sem er alveg frábært hjá þeim og stuðningsaðilum þeirra.
Eins og áður hefur komið fram munu peningarnir verða notaðir til útgáfu fræðsluefnis sem mikil þörf er á.
TAKK ENN OG AFTUR J