Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Til að svara þessu mun stórri fasa-3 rannsókn verða hleypt af stokkunum nú í sumar. Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir árið 2023. Rannsóknin er gerð í framhaldi af góðri niðurstöðu fasa-2 rannsóknar sem kynnt var fyrir þremur árum í vísindaritinu Lancet.
Erfitt hefur reynst að þróa lyf sem virkar á þá einstaklinga sem fatlast án þess að fá greinileg MS-köst. Ýmislegt er þó að gerast og mörg lyf eru í rannsóknum. Þar á meðal er lyfið, simvastatin, sem ætlað er að lækka kólesterol þeirra einstaklinga sem hafa of hátt magn af „slæmu“ kólesteróli í blóði.
MS-STAT2
Rannsóknin sem fengið hefur vinnuheitið MS-STAT2 mun taka til 1.180 einstaklinga með síðkomna versnun MS og eiga sér stað á yfir 30 rannsóknarmiðstöðvum í Bretlandi. Rannsóknin hefst sumarið 2017 og mun taka 6 ár.
Rannsókninni er ætlað að kanna hvort inntaka simvastatin í stórum skömmtum geti hægt á fötlun einstaklinga með síðkomna versnun MS yfir 3ja ára tímabil. Til að mæla árangur verður aðallega notast við EDSS-mælikvarðann til að meta þróun fötlunar yfir a.m.k. 6 mánaða tímabil. Áhrif meðferðarinnar á daglegt líf einstaklingsins verður einnig kannað.
Eftir að lyfjatilrauninni lýkur mun taka við tímabil þar sem niðurstöðurnar eru greindar og metnar. Þær þarf síðan að fá birtar í virtu vísindariti og að því loknu, ef allt hefur gengið að óskum, þarf að sækja um markaðsleyfi fyrir lyfið.
Samstarfsaðilar rannsóknarinnar
Rannsóknin mun kosta um 6 milljónir punda, að jafnvirði tæpra 800 milljóna kr. Að fjármögnun standa frá Bretlandi; the MS Society, National Institute for Health Research, the NHS and UK universities og frá Bandaríkjunum, the National MS Society.
Fasa-2 rannsóknin
Þessi fasa-3 rannsókn er byggð á góðum niðurstöðum fasa-2 rannsóknar sem kynntar voru fyrir um þremur árum síðan. Þá kom í ljós minni sjúkdómsvirkni hjá þeim sem tóku daglega 80 mg af simvastatin (hár skammtur) miðað við viðmiðunarhópinn sem fékk lyfleysu, bæði hvað varðar framþróun fötlunar mælt á EDSS-fötlunarskalanum og heilarýrnunar yfir 2ja ára tímabil. Aukaverkanir voru ekki teljandi. Niðurstöðurnar bentu því til þess að kólesteról-lækkandi lyf hefði taugaverndandi áhrif á MS.
Kólesteról-lækkandi lyf
Kólesteról-lækkandi lyf (e. statins) hafa verið notuð til að meðhöndla hátt kólesteról í mörg ár. Tekin er tafla á dag. Algengar aukaverkanir eru m.a.: svimi, yfirlið, nefslímur, liðverkir eða vöðvaverkir, höfuðverkur, ógleði og meltingarvandamál. Einnig geta svona stórir skammtar, eins og 80 mg á dag, sem nota á í fasa-3 rannsókninni, framkallað vöðvaverki.
Talið er að lyfið minnki bólgur og hafi taugaverndandi áhrif.
Lesa má um kólesteról hér.
Mynd með Creative Common-leyfi
Bergþóra Bergsdóttir