Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-sjúklingar sem sem neyðst hafa til að hætta á Tysabri vegna þess að þeir eru með JC veiru, sem eykur hættu á heilabólgu, bíða enn eftir að fá töflulyfið Gilenya. Baráttumál MS-félagsins og þeirra sem neyðast til að hætta á Tysabri, er að þessir einstaklingar fái Gilenya. MS-félagið hefur sent öllum þeim sem málið varðar bréf um stöðu mála og verið í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands og enga úrlausn fengið enn.
Það er með öllu óásættanlegt að enn einu sinni sé MS-fólk sent út á götu til að berjast fyrir heilsu sinni og sjálfsögðum réttindum.
Morgunblaðið hefur fjallað um málið og þá var viðtal við konu sem er í þessari stöðu í „Íslandi í dag“ á Stöð 2. Hér fyrir neðan eru tenglar á þessar fréttir:
Fréttir úr Morgunblaðinu
- 1. júní s.l.
- 6. júní s.l.
Viðtalið á Stöð 2
Taka ber fram að þótt allt-MS fólk geti ekki nýtt sér lyfið Tysabri, er það engu að síður gott lyf sem gagnast mörgum vel. Lyfið er gefið þeim sem hafa kasta-endurbata form sjúkdómsins og eru með virkan sjúkdóm og hefur það umtalsverða virkni í að stöðva köst (68-81%). Nýverið voru niðurstöður nýrrar rannsóknar á lyfinu kynntar, en skv. þeim virkar Tysabri einnig vel gegn MS-þreytu. Nánar má lesa um þessa rannsókn í fréttatilkynningu frá framleiðanda lyfsins BiogenIdec hér fyrir neðan: