Kvennaskólinn hélt sinn árlega Góðgerðadag 5. mars sl. en þá vinnur hver bekkur góðgerðastarf í samstarfi við góðgerðafélag sem honum hefur verið úthlutað.

Bekkur 3.NF fékk það verkefni að kynna og vinna verkefni í þágu MS-félgsins. Í bekknum sem er á náttúrufræðibraut eru 18 krakkar, 19 ára gömul.

Nemendurnir tóku að sér að selja tækifæriskort félagins og kynna MS-sjúkdóminn með upplifunarverkefnum. Eitt verkefnið var að fletta MeginStoð með lopavettlingum en þá er verið að líkja eftir dofa sem er eitt einkenna MS-sjúkdómsins.

Nemendur seldu kort fyrir 40.000 kr. Umsögn nemenda eftir daginn var á þessa leið: „Okkur fannst þetta mjög gaman og allir fræddust eitthvað um MS“. 

MS-félagið þakkar nemendum 3.NF í Kvennaskólanum kærlega fyrir stuðninginn.