Lyfjagreiðslunefnd hefur nú samþykkt leyfisskyldu fyrir Ocrevus (ocrelizumab) við eftirfarandi ábendingu:

Ocrevus er ætlað til meðferðar fullorðinna sjúklinga með frumkomið síversnandi MS (primary progressive multiple sclerosis, PPMS), skilgreint samkvæmt sjúkdómslengd og fötlunarstigi og með myndgreiningu sem sýna dæmigerða bólguvirkni.

Í framhaldinu mun lyfjagreiðslunefnd óska eftir því að Landspítali útbúi klínískar leiðbeiningar í samræmi við greiðsluþátttöku lyfsins í Danmörku og Svíþjóð.

Því styttist í að hægt verði að taka lyfið í notkun hér á landi.

 

/BÓ

Upplýsingasíða um Ocrevus á MS-vefnum, sjá hér

 

Fréttin er tekin af vef Lyfjagreiðslunefndar, sjá hér