Fjárhæðir uppbóta og styrkja til hreyfihamlaðra vegna bifreiðakaupa hafa nú verið hækkaðar um 20% með nýrri reglugerð.

Heimilt er að veita hreyfihömluðum einstaklingum styrk til kaupa á bifreið til eigin nota að uppfylltum tilteknum skilyrðum og einnig er heimilt að veita styrk þeim sem bera ábyrð á framfærslu hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslna, svo sem vegna aksturs í reglubundna þjálfun, meðferð eða skóla. Þessir styrkir hækka úr 1.200.000 kr. í 1.440.000 kr.

Uppbætur vegna kaupa á bifreiðum er heimilt að greiða elli- og örorkulífeyrisþegum og örorkustyrkþegum vegna kaupa á bifreið sem nauðsynleg er vegna hreyfihömlunar. Eins er heimilt að veita uppbót vegna hreyfihamlaðra barna sem njóta umönnunargreiðslna.

Uppbætur til þeirra sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar hækka úr 300.000 kr. í 360.000 kr. og uppbætur til þeirrra sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn hækka úr 600.000 kr. í 720.000 kr.

 

Sjá fréttatilkynningu velferðarráðuneytis hér

Sjá nýju reglugerðina sem er nr. 997 um breytingu á reglugerð nr. 170 frá 2009 um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða hér

Sjá reglugerðina nr. 170 frá 2009 um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða hér