Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Vilt þú fá leiðsögn í að tileinka þér hugsun og hegðun sem bætir aðstæður og líðan?
Miðvikudaginn 31. janúar næstkomandi hefst 12 vikna HAM námskeið fyrir fólk með MS-sjúkdóminn. Í hugrænnni atferlismeðferð er áherslan á samspilið milli hugsana, líðunar, líkamlegs ástands og hegðunar. Þar er sérstaklega athugað hvernig hegðun okkar og hugsanir hafa áhrif á líðan og líkamlegt ástand. Þegar það hefur verið kortlagt eru hugsanaskekkjur endurmetnar og hegðuninni hnikað til betri vegar. Rannsóknir hafa sýnt að HAM gefur góðan árangur við kvíða, þunglyndi og verkjum.
Námskeiðið er í 12 vikuleg skipti, með 2 mánaðarlegum upprifjunartímum. Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 31. janúar kl 15 í húsnæði MS-félagsins að Sléttuvegi 5 og námskeiðinu lýkur miðvikudaginn 2. maí. Miðað er við 10 þátttakendur í hóp en umsjón námskeiðsins er í höndum Péturs Haukssonar geðlæknis. Verð: 9.000 kr.
Skráning fer fram hér á síðunni, með tölvupósti á msfelag@msfelag.is eða í síma 568-8620, ath takmarkað pláss!