Langar þig að hafa áhrif og efla starf MS-félagsins með ýmsum hætti? MS-félagið leitar að áhugasömu fólki í stjórn og nefndir.

Í maí á hverju ári er haldinn aðalfundur þar sem farið er yfir störf félagsins á liðnu ári, auk þess sem kosið er í stjórn og nefndir.

Kjörtímabilið er tvö ár og að þessu sinni eru þrír stjórnarmenn og formaður í kjöri. Einnig vantar fólk í nefndir, svo sem laganefnd og nýskipaða jólanefnd*.

Við fögnum áhugasömum og hvetjum alla til að kynna sér lög og starfsemi félagsins hér á vefsíðunni.

Senda þarf inn framboð að minnsta kosti viku fyrir aðalfund sem haldinn verður í MS-húsinu fimmtudaginn 11. maí kl. 17.

Hægt er að leggja inn framboð með því að koma við á Sléttuveginum eða senda með tölvupósti á msfelag@msfelag.is.

Nánari upplýsingar í síma 568 8620.

Vert er að taka fram að um sjálfboðavinnu er að ræða.

 

 

*Jólanefnd er ætlað að skipuleggja jólaball félagsins og taka þátt í pökkun og sölu jólakorta.