Helga Kolbeinsdóttir, sem ráðin var tímbundið 2016 til tveggja ára, lét af störfum í dag til að sigla á önnur mið. Var hún ráðin í starf verkefnastjóra og ritara NMSR, Norræns ráðs MS-félaga, á meðan á formennsku Íslands í ráðinu stóð.

Vann Helga meðal annars ötulega að stofnun Stuðningsnets sjúklingafélaganna með jafningjafræðslu að höfuðmarkmiði, en að koma á fót jafningjafræðslu fyrir MS-fólk á Íslandi var verkefni sem sérstaklega var styrkt af NMSR.

 

Helgu er þakkað gott starf fyrir félagið.

 

 

BB