Mánudaginn 15. ágúst leggur hjólahópurinn Mobydick Ice Project upp í ferð sína þvert yfir Ísland á fjallahjólum.

Hópinn skipa fimm einstaklingar og þar af einn með MS-sjúkdóminn. Mobydick Ice Project eru góðgerðarsamtök og er tilgangur ferðarinnar ekki einungis að takast á við þessa áskorun heldur einnig deila gildum samtakanna, sem eru bræðralag og hvatning til að bæta sig. Gert verður myndband um ferðina, þessa lífsreynslu, vinskapinn og ævintýrið, sem þau vona að það verði hvatning til allra sem horfa. Í hópnum er tónlistarfólk og verða tveir gítarar teknir með í ferðalagið til tónlistarflutnings.

MS-félag Íslands, í samstarfi við Mobility.is og Hjólafærni.is, efnir til hjólagleði á Sléttuvegi 5 milli klukkan 10 og 12 af þessu tilefni. Hægt verður að prófa hjól af ýmsum gerðum fyrir fólk með mismunandi hjólafærni, hitta hjólagarpana, hlusta á létta tónlist og hafa gaman saman.

Við hvetjum sem flest til að koma og njóta þessarar stundar með okkur.  Hópurinn leggur upp í ferðina um klukkan 11 frá Sléttuveginum.

 
Myndir af hjólum

Hér má sjá hjól sem í boði verður að prófa

https://mobility.is/products/alinker-gonguhjol

https://mobility.is/products/easy-rider

https://mobility.is/products/studningshjol-city-walker

https://mobility.is/products/balance-low-step-hjol

https://mobility.is/products/tilcap-samanbrjotanleg-rafskutla

 

 

 

 

Hlekkur á fb síðu hópsins Mobydick Ice Project

Hlekkur á síðu Mobility.is

Hlekkur á síðu Hjólafærni á Íslandi