Splunkunýtt hlaðvarp MS-félagsins, MS-kastið, sem Þorsteinn Árnason Sürmeli stjórnarmaður í MS-félaginu á allan heiður af, fór í loftið nú rétt í þessu.

 

Fyrsta viðtalið er við Hjördísi Ýrr Skúladóttur formann félagsins og ræða þau Þorsteinn vítt og breitt um MS-sjúkdóminn og MS-félagið.

Áætlað að næsti þáttur fari í loftið í byrjun maí og þá verður í viðtali Ólafur Árni Sveinsson taugalæknir.  Ef vel tekst til er áætlað að nýr þáttur komi út mánaðarlega að undanskildu sumarfríi.  Tillögur að efni og viðmælendum má gjarnan senda á msfelag@msfelag.is

 

 

 

Tímasetningin 2. apríl varð fyrir valinu í tilefni þess að þann dag árið 1985 opnaði MS-félagið fyrstu skrifstofu sína og var hún til húsa hjá Krabbameinsfélaginu að Skógarhlíð 8.

 

Hægt er að nálgast þætti MS-kastsins á öllum helstu streymisveitum eða hér   

 

Styrktaraðilar MS-kastsins eru:

  Samfélagssjóður Landsbankans 

Elko